Norræna ráðherranefndin undir formennsku Íslendinga hefur unnið að fjölda verkefna sem falla undir hina svokölluðu NordBio áætlun frá árinu 2014. Áætlunin snýr að norrænu lífhagkerfi og er markmið allra þessara verkefna að styðja við bætta nýtingu auðlinda og lágmarka úrgangsmyndun.

Umhverfisstofnun fékk það verkefnið að skoða myndun og notkun lífbrjótanlegs úrgangs á Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Myndun lífbrjótanlegs úrgangs og mismunandi uppruni hans var rýndur í ríkjunum þremur og kortlagður á Íslandi. Þessi rýning sýndi bersýnilega að tækifæri til verðmætasköpunar, bættri nýtingu auðlinda og takmörkun úrgangs eru mörg. Hins vegar vantar tengsl á milli þeirra sem mynda úrgang eða aukaafurð í sinni starfssemi og þeirra sem gætu hugsanlega nýtt þessa aukaafurð. Markmiðið með Auðlindatorginu er að skapa vettvang fyrir þessa tengslamyndun og þar með styðja við markmið NordBio um bætta nýtingu auðlinda og lámörkun úrgangs.