Hver getur skráð sig inn á Auðlindatorgið?

Hver sem er getur skráð sig inn á torgið með því að fylla inn tengiliðaupplýsingar í nýskráningu. Þó er óþarfi að skrá sig inn á síðuna nema aðili hyggist auglýsa eða óska eftir einhverju á torginu. Allir geta skoðað auglýsingarnar.

 

Hvernig skrái ég nýja auglýsingu?

Til að skrá nýja auglýsingu þarf að skrá sig inn á notendasvæði Auðlindatorgsins. Auðvelt er að stofna aðgang að síðunni ef smellt er á appelsínugula Innskráningar hnappinn í hægra horninu. Inni á notendasvæðinu eru skýrt hvernig skal skrá nýja auglýsingu.

 

Hvernig hef ég samband við kaupenda/seljanda?

Nýttu tengiliðaupplýsingar sem koma fram í auglýsingum og hafðu samband beint við aðilann. Engin samskipti fara fram inni á síðunni og því eru gefnar upp nákvæmar tengiliðaupplýsingar í hverri auglýsingu.

 

Eyðist auglýsingin mín sjálfkrafa út? / Hvað ef ég vil setja aftur inn sömu auglýsingu?

Þegar auglýsing er skráð er hægt að ákveða líftíma hennar. Auglýsingar geymast þó inn á innra notendasvæði aðila og því hægt að virkja aftur gamlar auglýsingar.

 

Hvað ef ég get ekki fyllt út alla reiti í auglýsingunni eða hef ekki mynd?

Allir reitir í skráningu auglýsinga eru skilyrtir og því þarf að fylla þá út. Hins vegar eru svörin ekki bindandi og hægt að skýra frekar í auglýsingatexta.

 

Get ég skráð fleiri en eina afurð?

Sjálfsagt er að skrá allar þær afurðir sem þú ert að selja eða óska eftir. Hins vegar er einungis hægt að auglýsa eina afurð í hverri auglýsingu.

 

Get ég breytt og/eða eytt auglýsingu sem er búið að birta?

Lítið mál er að bæði breyta og eyða auglýsingum inni á notendasvæðinu. Allar skráðar auglýsingar geymast hægra megin á notendasvæðinu. Til að breyta gamalli auglýsingu eða t.d. endurvirkja auglýsingu er hægt að smella á hana þar og fá aftur upp auglýsingarskráningarformið.

 

Efnisspurningar:

Hvaða upplýsingar þurfa að koma fram í auglýsingu?

Upplýsingar um magn aukaafurðar, hvaða flokk hún fellur undir, hvar og hvenær hún myndast og verðhugmynd þurfa að koma fram. En mikilvægast er þó að skilja eftir réttar tengiliðaupplýsingar til að áhugasamir aðilar geta verið í sambandi við auglýsanda fyrir frekari upplýsingar.

 

Á hverju byggist verðhugmyndin?

Verðhugmyndin er eitthvað sem kaupandi eða seljandi ákveður sjálfur og telur sanngjarnt verð fyrir aukaafurðina. Þar sem bein samskipti fara síðan fram á milli seljanda og kaupanda er hægt að komast að öðru samkomulagi og því einungis um verðhugmynd en ekki verð að ræða.

 

Af hverju ætti ég að setja auglýsingu hér inn?

Mikil verðmæti geta leynst í ónýttum aukaafurðum. Því er mikilvægt að fullnýta auðlindir okkar og þar með einnig lágmarka úrgangsmyndun. Á Auðlindatorginu er hægt að tengjast þeim sem mynda úrgang eða aukaafurð í sinni starfsemi og þeim sem gætu hugsanlega nýtt aukaafurðina til verðmætasköpunar.

 

Kostar að setja inn auglýsingu?

Nei, alveg ókeypis.

 

Hver greiðir flutningskostnað?

Þetta er eitt af þeim atriðum sem ber að hafa í huga þegar komist er að samkomulagi milli kaupenda og seljanda eftir að samskiptum hefur verið komið á.

 

Get ég sett inn vöru sem fellur undir fleiri en einn af flokkunum?

Ólíklegt er að vara falli undir fleiri en einn af flokkunum en ef svo vill til þá skal velja mest viðeigandi flokkinn eða einfaldlega „Annað. Líklega er þó frekar verið að auglýsa fleiri en eina aukaafurð en þá skal skrá eina auglýsingu fyrir hverja aukaafurð og setja hana í viðeigandi flokk.